Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt. Leikur að læra hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig og leika sér. Leikur að læra er að mestum hluta kennarastýrður leikur en þar sem frjálsi leikurinn fær sitt rými. Kennarinn getur nýtt sér einstaka hugmyndir Leikur að læra eða farið skref fyrir skref eftir heildstæðum kennsluáætlunum aðferðarinnar. Þetta hentar því bæði fyrir reynda og óreynda kennara. Leikur að læra er kennslustíll en ekki ein bók, eitt spil eða ein námsgrein. Kennari sem hefur tileinkað sér kennsluhætti Leikur að læra fer að hugsa námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig.
Kynningarmyndband um verkefnið
Myndband um foreldra verkefnið
Leikur að læra kennarar á Austurborg 2019 segja frá Leikur og læra og snákaspilinu