Á íslensku má alltaf finna svar
og orða þetta og hitt sem er og var
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.
Á vörum okkar verður tungan þjál
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú
það gerir enginn nema ég og þú.
(Höf: Þórarinn Eldjárn)
A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Lítil mús
til okkar fús,
kom og byggði hús.
Lamb í baði
borðar súkkulaði.
Hundur jarmar,
galar grísinn hátt.
A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Hróp og köll
um víðan völl
og þá er sagan öll.
:,:Aa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm
:,:Aa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm
:,:Hér er ég, hér er ég
Gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm:,:
Háaleitisbraut 70, 105 Reykjavík
553 8545
austurborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning | Bakendi