Leikskóladagatal 2018-2019

teacher

 

Kæru foreldrar hér er rétt dagatal.

Í því sem ég var búin að sýna nýjum foreldrum var ruglingur á starfsdegi í okt.

Starfsdagurinn verður 19. okt en ekki 5.október eins og stóð í því leikskóladagatali.  

     Leikskóladagatal 2018-19

Lesa >>


Ömmu og afa kaffi

Ömmu og afa kaffi

Kæru foreldrar og aðstandendur.

Á fimmtudaginn 12.apríl.2018 verður ömmu- og afa kaffi á leikskólanum frá kl. 15.00-16:30.
Allar ömmur og afar velkomin. Ef ömmur og afar komast ekki þá er hægt að taka frænku eða frænda eða mömmu eða pabba.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa >>


Blár dagur 2018

Blár dagur 2018

Á föstudaginn ætlum við að hafa bláan dag í Austurborg og sína þannig einhverfum stuðning og samstöðu. Allir mæta í einhverju bláu eða með eitthvað blátt á sér. Eldri deildirnar fá að sjá nýtt, jákvætt og uppbyggilegt fræðslumyndband um einhverfu.

Lesa >>


Páskaeggjaleit 2018

Páskaeggjaleit 2018

Í dag verður okkar árlega Páskaeggjaleit og Páskakanínan kíkir í heimsókn. Öll börnin hafa skreytt egg sem falin eru í garðinum. Leitin hefst kl. 10:30 og svo fá þau súkkulaðiegg hjá Páskakanínunni í skiptum fyrri skrauteggið.

Lesa >>


Sokkafjör

Sokkafjör

Á morgun fögnum við fjölbreytileikanum í Austurborg og höldum sokkafjör þar sem allir mæta í  sokkum að eigin vali. Litríkir sokkar eða sokkar sitt af hvoru tagi gefa deginum vonandi skemmtilegan brag. Við tölum um vináttu, virðingu og að allir megi vera eins og þeir vilja sjálfir en um leið að taka tillit til annarra.

Lesa >>

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst